Ágúst 2025
Daman - 26. September 2025
Ákvað að það væri nú tímabært að skrifa um ágústmánuð svona áður en septembermánuður klárast.
En áður en ég skrifa um ágúst ætla ég að gefa update á lífinu svona fyrir þá sem nenna ekki að lesa alla leið. Við fengum loksins íbúð!! Og við flytjum 1.nóv! Íbúðin er með 1 svefnherbergi en fyrir framan það er pláss fyrir skrifborð sem er nauðsyn þar sem Daníel vinnur náttúrulega heima. Og það er eldhús með ofni og góðu plássi og það er þvottavél og þurrkari inná baði, ég bara bið ekki um meira. En það fyndna er að ég er einungis búin að sjá myndir af íbúðinni þar sem ég var að vinna þegar að opna húsið var svo að ég treysti Dmg bara fyrir því að skoða hana fyrir okkur bæði. Þannig ég er extra spennt að flytja, líka bara upp á að fá að sjá íbúðina haha.
Annað update er að við verðum á Íslandi um jól og áramót. Fljúgum 19.des-2.jan frá Billund.
Jæja já þá ágúst. Við fengum dagsheimsókn frá Krullu og Tryggva 3.ágúst en þau voru með fjölskyldunni hennar Krullu einhversstaðar í nágrenninu. Við hittumst niðri í bæ, skoðuðum aðeins um, fengum okkur að borða og kíktum svo á Skor. Mjög kósý en svo fóru þau bara fljótlega heim eftir það.
Daginn eftir keyrðum við til Vejle, bæði til að fara í heimsókn til Hafdísar og Bosko og til þess að skila bílnum sem frænka hans og frændi eiga og við vorum búin að vera með í láni. Ég græjaði líka pizzur fyrir okkur í kvöldmat og gerði viljandi extra mikið til þess að geta tekið í nesti daginn eftir.
Daginn eftir það vorum við nefnilega að fara til Spánar. Við tókum letbahninn um klukkan 7 um morguninn þar sem við áttum svo lestina 10 mín í 8. Við flugum frá Álaborgarflugvelli sem er alltaf mjög easy og þægilegt og flugið til Spánar er oft ódýrast þaðan og dagarnir sem flogið er á henta best. Daníel fékk forgang inn í flugið þar sem við keyptum flugfreyjutösku fyrir hann, sem var gott og blessað, nema út af því að hann slapp alveg við rigningu á leiðinni út í vél en ég sem fékk að fara 5 mín seinna inn kom eins og blautur köttur inn í vélina. En það var svosem fljótt að þorna og við vorum heppin að vera bara 2 með eina röð.
Þegar við lentum á Spáni vorum við pikkuð upp af skutlþjónustu til þess að fara að sækja bílinn sem afi hans og amma eiga á Spáni. Daníel keyrði okkur svo þaðan og upp í íbúðina sem mamma hans á og var svo indæl að lána okkur. Mæli með að kíkja á https://www.sumarauki.is/ ef ykkur vantar næs samastað á Spáni. Seinna um daginn keyrðum við í mollið þar sem fyrsta mission Daníels var að kaupa sér ný sólgleraugu og svo versluðum við í matinn í elsku Alcampo.
Næstu dagar fóru svo bara mikið í að chilla, borða og drekka. En þarna var Daníel enn að vinna á daginn og því var bara takmarkaður tími af deginum sem gat farið í að fara eitthvað. Við erum reyndar bæði þannig að við þurfum alls ekki mikið að vera fara eitthvað þegar við erum í fríi, amk ekki á svæði eins og þarna. Svo var líka bara svo heitt að við vildum ekkert vera mikið á röltinu eða ferðinni yfirhöfuð haha.
En við fórum samt eitthvað í mollið og svo fórum við nokkrum sinnum í minigolfið okkar uppáhalds.
Við prófuðum svo indverskan stað sem tengdamamma var búin að mæla með og vá hvað hann var góður! Við fórum 2x á hann og ég hefði alveg getað farið aftur. Ef þið eruð á þessu svæði mælum við með Shakira fyrir Indverskan mat og Mini golf lamosca!
Ú já svo fórum við á einn mjög fancy stað (Las cuevas í San Miguel) en við tókum leigubíl þangað en hann er innan í helli. Þessir hellar voru áður fyrr heimili fólks alveg frá 1500 og eitthvað og til 1986, sturlað. En maturinn og vínið á þessum stað var fáranlega gott!! Ég fékk mér íslenskan fisk sem var fullkomnun og Daníel mjög góða steik. Eftirréttirnir voru hinsvegar mikil vonbrigði. Ég myndi 10/10 fá mér matinn aftur en ég færi frekar bara í sjoppu á leiðinni heim og fengi mér Magnum ís í eftirrétt. Svo var reyndar pínu ves að fá leigubíl til baka en við þurftum að bíða í örugglega samtals klukkutíma en við bara settumst þá aftur niður og fengum okkur kokteil, reyndar alveg mjög dýra drykki sem var smá svona áts því við ætluðum bara að fara heim en svona er þetta. Það var amk sætur köttur á svæðinu.
Við fengum svo Ómar sem var með okkur í bekk í kvennó og Öldu kærustuna hans í mat og það var mjög næs. Sátum bara uppi á þaksvölunum allt kvöldið, vorum reyndar að kaaafna fyrsta svona klukkutímann en svo varð þetta bara milt og næs veður.
Já restin af ferðinni var svo án gríns bara við að njóta á þaksvölunum að lesa, chilla, borða og drekka. Og einmitt eitthvað að fara og borða og minigolf og sundlaugina en við erum t.d. hvorug eitthvað mikið fyrir að fara á ströndina og mér fannst alltof heitt til þess að fara í skemmtigarð. En ég held að þetta hafi bara verið perfect ferð fyrir okkur, sérstaklega fyrir Daníel sem tók eina viku í frí þarna og náði bara að slappa almennilega af. En beint eftir útskrift hafði hann byrjað í fullu starfi og því ekki fengið neinn tíma til þess að ná að anda aðeins.
Við komum heim á laugardegi sem var mjög næs, að þurfa ekki að mæta til vinnu strax. Á sunnudeginum var samt staffadagur hjá mér með Skor liðinu og það var svo næs. Við fórum í smá bátsferð (samt á mjög litlu svæði) og vorum að borða samlokur og í spurningarkeppni. Veðrið var amazing en það var einn helvítis geitungur sem var að skemma ferðina fyrir mér. Á einu mómenti var hann meira segja innan á sólgleraugunum mínum og Sofie náði sem betur fer að taka þau af mér. Ég hinsvegar titraði í svona 10 mín eftir á. Við fórum síðan í minigolf ofan á Bruuns galleri og enduðum í pizzu á Gusto. Þá héldu flestir áfram með kvöldið en ég rölti heim eftir matinn enda þreytt eftir ferðalagið og að fara í dönskuskólann morguninn eftir.
Helgina eftir komu tengdamamma, Binni og Hafdís í dagsheimsókn til Aarhus þar sem við löbbuðum um að skoða og fengum okkur að borða. Um kvöldið keyrðum svo við Dmg með Hafdísi til flugvallarins í Aarhus að sækja Bosko en hann hafði verið í Króatíu. Við keyrðum svo með þeim til Vejle og fengum að gista hjá þeim þá nóttina. Í hádeginu eftir var okkur nefnilega boðið í bröns hjá Bangsa (og reyndar eigendum hans líka) en brönsinn var eitthvað annað flottur. Við tókum svo bara lestina heim.
Annars var seinnipartur ágúst bara vinna og greinarskrif hjá Daníel og dönskuskóli, hlaup og vinna hjá mér. Alltaf gott að komast í rútínu aftur.
Núna er rúmur mánuður í að við flytjum og við erum mjööög spennt. Mig meira að segja dreymir íbúðina á nóttunni (samt munið bara út frá myndunum).
Takk og bless
-María













































































































































































