Apríl 2025

Daman - 12. May 2025

Ég er óvart að skrifa þetta 12.maí í stað lok apríl/byrjun maí en það verður bara að hafa það.

Veðrið byrjaði að vera mjög næs í apríl og við eeelskum það. Ég sérstaklega þar sem að mér finnst vorið svona hæfilega heitt, maður getur verið úti á stuttermabol en maður er ekki að svitna. Mér finnst það fínt viðmið. En það er alltaf enn skemmtilegra að hlaupa og ganga í svona veðri þannig við erum já mjög glöð með veðrið undanfarnar vikur.

Í fyrri hluta apríl tók ég lesið, skriflegt og munnlegt próf í modul 4 í dönskuskólanum og stóðst það allt þannig ég er byrjuð í modul 5 núna. Ég tek modul 5 prófið svo einhvern tímann, líklega eftir sumarið og svo er PD3, stóra prófið, í nóv/des.

Annars í fyrri part apríl var vinna og ritgerðaskrif hjá Daníel en það styttist óðfluga í skil hjá honum en þegar þetta er skrifað eru rúmar 3 vikur í skil!! Ég þekki samt engan sem er jafn samviskusamur og duglegur við þessi skrif þannig ég hef eeengar áhyggjur af tímanum hjá honum.

Ég hef bara verið í dönskuskólanum, vinna og að hlaupa með Írenu. Í síðasta pistli skrifaði ég um að mér sé búið að vera illt í úlnliðnum síðan í janúar og að ég fór í röntgen. Ég er ekki brotin en staðan er enn þannig að ég get ekki sett þunga á hann t.d. í armbeygjustöðu, þannig ég ætti nú líklegaaa að fara til sjúkraþjálfara.

En það sem var svona meira frásögufærandi í apríl er að við fórum til Íslands um páskana. Við fórum á standby frá Billund 18.apríl eða föstudaginn langa, við fengum sæti við neyðarútgang (vhúp) og lentum á Íslandi rétt um miðnætti. Fyrsti dagurinn byrjaði á páskakökuskreytingu sem er árlegur viðburður hjá Daníel, systkinum hans og pabba þeirra en ég var í fyrsta sinn að taka þátt í í ár. Að taka þátt er líklega ekki rétt orðað þar sem mitt framlag var að sitja, horfa á og taka myndir, en það var gaman að fylgjast með þeim búa til Batman páskaköku. Ég rúllaði svo út á Álftanes að heilsa upp á mömmu, Sigga og Söru og svo ömmu og til þess að sækja páskaeggið mitt. Um kvöldið borðuðum við heima hjá pabba Daníels ásamt annarri systur pabba hans ömmu hans og Kjartani. Þetta var fyrsta kjötmáltíð ferðarinnar og ég borðaði virkilega mikið magn enda fáranlega gott.

Við áttum mjög kósýpáskadagsmorgun. Ég fékk sama málshátt og í fyrra og mér finnst fólk ekki alveg nógu amazed yfir þeirri staðreynd. Málshátturinn: Settu ekki kommu þar sem samviskan segir þér að eigi að vera punktur. Annað hvort er mér virkilega ætlað að fylgja þessu eða ég á að dreifa boðskapnum. Um kvöldið borðuðum við heima hjá mömmu og Sigga ásamt Söru og Jóhönnu+fjöllu. Ég var búin að óska eftir og krossa fingur að það væri kalkúnn í matinn og þennan dag rættust mínar óskir. Þetta kvöld borðaði ég líka fáranlega mikið en sætkartöflumús er með eitthvað annað sterkt hold á mér.

Mánudaginn annan í páskum vorum við Írena duglegar og fórum að hlaupa saman á nesinu en fyrir þá sem ekki vita erum við báðar Álftnesingar og búum svo báðar í Árósum núna. Tökum við hugmyndum um næstu borg sem byrjar á “Á” sem við gætum búið í(eða heimsótt). Við fórum svo líka í sund með sko ÖLLUM og ömmu þeirra en við lentum í að það var ekkert pláss fyrir handklæðin okkar þannig við geymdum þau ofan á handklæða standinum haha. Alltaf næs að komast í sund en það hefði verið betra ef það hefði ekki verið pakkaaað. Eftir sundið fór ég og hitti Hönnu Rakel og Siggu Ruth en við ætluðum á Culiacan á Suðurlandsbrautinni en þegar við mættum þangað að þá er hann hættur og kominn staður sem heitir El gringo þannig við ákváðum bara að fara á hann. Mjög fínn matur en við Hanna pöntuðum okkur báðar kjúklinga quesidillas en vorum í raun semi svangar eftir að hafa klárað það, þannig hafið það í huga ef þið farið. Um kvöldið fórum við Daníel í mánudagsmat heim til ömmu ásamt venjulega liðinu þar þ.e. Söru, pabba, Guðrúnu og Sigga +Ástu og fjöllu. Þar, eins og fyrri kvöld, borðaði ég svo mikið en ég sko bara skil ekkert í mér, ég var ekki mikið að borða páskaegg eða eftirrétti þessa páskana heldur bara svooo mikið af geggjuðum mat. Það sem var svo extra skemmtilegt við þennan dag er að ég fékk að hitta 2 hunda. Annar þeirra bara hvolpur sem Lárus var að fá sér sem er svoooo mikill monsi en líka svo mikilll óviti að pissa/skíta inni og svona. En ég myndi fyrirgefa honum bara allt held ég hann er svo sætur.

Þriðjudagurinn var svo vinna hjá okkur báðum en Daníel fór upp á skrifstofu Icelandair en þetta er í fyrsta sinn sem hann fékk að vinna í nýju höfuðstöðvunum á Völlunum. Þær eru víst mjög flottar en það sem hann er ekki mjög mikill fan af er að það er svona opið vinnurými og enginn á sitt space, sem ég get vel skilið að sé ekki þægilegast í heimi. Ég hins vegar mætti í Álftanesskóla í afleysingar og var að kenna 6.bekk. Mjög gaman að komast aðeins í kennslu, sérstaklega þegar maður þarf ekki að sitja neina fundi, hafa samband heim eða sinna langtíma skipulagi, og maður fær “bara” að kenna. Eftir kennslu fórum við mæðgur í göngutúr en Sara var í lokaprófum þannig það var gott fyrir hana að fá smá súrefni. Eftir mat hitti ég svo Maríu og Krullu og ég fékk mér loksins bragðaref eftir að hafa gleymt því/ekki komist í það í síðustu 3 Íslandsferðum.

Við fórum bæði í vinnuna á miðvikudeginum en svo eftir vinnu keyrðum við á Botn þar sem það var sumardagurinn fyrsti á fimmtudeginum. Ég gisti bara eina nótt en Daníel getur unnið hvar sem er, og oft unnið af sér líka, þannig hann var á Botni frá mið- sun en ég keyrði í bæinn á fim til að vinna á fös. Það er alltaf jafn geðveikt næs að vera á Botni og það er mjög erfitt að lýsa því en fólk þarf bara að prófa að vera þarna. Svo var mjög kósý, og miðaldra, að við vorum að drekka rauðvín og spila Scrabble og svo toppaði ég það með því að fá mér möndluköku en ég var bara innilega glöð með það allt saman. Á fimmtudagskvöldinu fór ég með Maríu á Subway og svo eftir mat komu Krulla og Hildur heim til Maríu þar sem við vorum bara að chilla.

Eftir vinnu á föstudeginum fór ég fyrir hönd okkar í kveðjuburger heima hjá pabba Daníels sem var fyrir Hafdísi og Bosko en þau eru flutt núna til Vinding (Vejle). Ég rúllaði síðan aftur á Botn þar sem að ég var svo fram á sunnudag með Daníel.

Á laugardagskvöldinu fórum við í mat hjá ömmu hans og afa uppi í bústaðnum þeirra sem er svona korter frá en það var yndislegt. Þar eins og alltaf borðaði ég svo mikið, ég var ein að borða þegar þau voru búin haha. Ég veit það er öllum alveg sama um hve mikið ég borða en mér finnst þetta bara svo merkilegt því ég er svona almennt ekkert manneskjan sem borðar mesta kjötið, en ég held bara að líkaminn hafi verið til í kjöt eftir að ég borða mest kjúkling og hakk hérna úti.

Á sunnudeginum fórum við og heimsóttum Daníel Loga, Stebba og Dísu. Litli kall er bara alltaf minni og minni litli kall og meiri og meiri stóri kall þegar við hittum hann. Hann er bara byrjaður að labba og alles. Þetta var líka gleðidagur fyrir Daníel og Stebba þar sem Liverpool tryggði sér titilinn þennan dag.

Á mánudeginum vann ég til hádegis, amma skutlaði mér upp í Breiðholt þar sem ég fékk langþráða Dominos pizzu og svo skutlaði pabbi Daníels okkur út á völl. Við fengum aftur neyðarútgangsröðina sem var mjög næs. En það mest næs af ölluuuuuuuuu var að við áttum upphaflega að lenda 21:35 sem átti að þýða að við myndum missa af 21:30 rútunni og þyrftum þá að taka næstu rútu sem fer 23:30. En öll lukkan var með okkur og við lentum mikið fyrr, svo vorum við reyndar stressuð því taskan okkar kom næstum síðust og kom á slaginu 21:30, við hlupum þá út og rútan hafði beðið!! Hún fer sko stundum 1-2 mín fyrir áætlaðan tíma þannig að hún hafi ekki verið farin veitti okkur ómælda gleði.

Apríl var mjög næs mánuður og það sem er búið af maí er búið að vera frábært en ég skrifa nú um það í næsta pistli.

Takk og bless

image-april-2025
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90image-91image-92image-93image-94image-95image-96image-97image-98image-99image-100image-101image-102image-103image-104image-105