Júlí 2025
Daman - 26. August 2025
Vel sein að skrifa þennan pistil en ég meina what else is new. Síðasti pistill endaði á að við vorum að koma heim frá Ebeltoft eftir skemmtilegu heimsóknardagana frá öllum. Við vorum samt alls ekki lengi heima. Við komum heim á miðvikudeginum 2.júlí og svo strax föstudaginn 4.júlí fórum við aftur. En þá kom ss. frændi Daníels (eigandi Bangsa) að sækja Daníel og keyrði hann til Kolding. Ég fór ekki með þar sem að ég var að vinna um kvöldið. Daníel skutlaði svo fjöllunni upp á flugvöll og kom svo aftur til Aarhus að sækja mig og dótið okkar. Ég fékk sem betur fer að fara aðeins fyrr en ég átti að vinna til 01 en fékk að fara rétt eftir miðnætti. Thank god sko af því að við vorum að ná að leggja af stað til Kolding rétt um 01:00 sem þýðir að við vorum að lenda í Kolding um 2:30. Ég skil ekki hvernig Daníel gat keyrt þetta því að ég var orðin svo þreytt að ég var nánast farin að sjá ofsjónir. En það var worth it þar sem að Bangsi var svo glaður að sjá okkur.
Næstu dagar í Kolding fóru bara í að hreyfa Bangsa og chilla með honum, nota bakaraofninn og njóta þess að vera í stóru húsi með geggjuðum garði. Svo næs fyrir Daníel líka sem vinnur náttúrulega heima að fá aðgang að góðri heimaskrifstofu.
Í einum göngutúrnum tókst mér að vera frekar vitlaus. Daníel var án gríns búinn að segja við mig svona 7 sinnum, „hættu að grípa í bandið, þú getur meitt þig“. Svo eitt sinn var ég að labba með Bangsa og sko bandið var búið að vera mjög tregt þannig ég treysti því ekki alveg nógu vel. Svo löbbuðum við framhjá manni með semi stóran hund og maðurinn setur hundinn við hliðina á sér fjær okkur þannig ég bara okei hann er greinilega ekki vinalegur. Bangsi er virkilega vinalegur og spáir oft ekki í hundum en þarna skynjar hann kannski eitthvað og þegar hinn hundurinn byrjar að gelta og snúa sér í áttina að Bangsa, held ég að Bangsi ætli að rjúka í hundinn og gríp í bandið... á sama tíma rýkur Bangsi í hina áttina og bandið brennir svona semi yfir litla og baugfingur. Og þetta var svo fooookking vont holy shit. Þannig þegar ég kem heim fer ég inn á skrifstofu til Daníels með tárin í augunum og segi bara „ég gerði það sem ég átti ekki að gera“ hahah. Þetta var sem betur fer ekki mjög djúpt og voru eiginlega bara svona eins og blöðrur þannig þetta fór alls ekki svo illa. Við fórum samt beint að kaupa nýtt band sem ég treysti svo þetta endaði bara vel.
Eftir nokkra daga kom svo Kjartan til okkar en hann hafði verið á sumarnámskeiði/áfanga í CBS (Copenhagen Business School). Það var mjög gaman að fá hann og þeir bræðurnir komu sér vel fyrir inni á skrifstofunni þar sem Kjartan þurfti að vinna í verkefni fyrir skólann. Annars vorum við mikið bara að borða og chilla saman. Um helgina komu svo Hafdís og Bosko yfir til okkar. Þau kom á föstudeginum í mat en rúlluðu svo aftur heim til sín sama kvöld en komu svo aftur laugardagsmorguninn. Þá keyrðum við niður til Þýskalands til að versla en það er alltaf jafn gaman og það er alltaf jafn auðvelt að fylla kerruna af nammi og áfengi. Það kvöld borðuðum við mexíkóskan mat og tókum létt djamm saman heima yfir spilum.
Sunnudagurinn fór svo bara í að pakka og græja allt en við höfðum verið þarna í 10 daga þannig það fylgdi okkur mikið drasl. Á mánudeginum keyrðum við til Billund til að sækja bróðir Hildar, konuna hans og barn en þau voru að fara að taka við pössuninni á Bangsa og húsinu. Úff ég átti eitthvað annað erfitt með að kveðja Bangsa og var án gríns með tárin í augunum haha. Við fengum litla bílinn lánaðan fyrst þau voru enn á Íslandi og bara thank god af því við vorum með svo mikið drasl að ég veit ekki hvernig við hefðum getað ferðast með það í lest!
Daginn eftir fórum við heim til Írenu og Sofie og okkur tókst að eiga bara venjulegt þriðjudagskvöld, bara borða, spila smá og farin heim fyrir klukkan 10!
Á miðvikudeginum rúlluðum við til Vejle í kaffi til þess að kveðja Kjartan en hann hafði farið og gist heima hjá Hafdísi og Bosko eftir að við fórum öll frá Kolding. Ég gerði kanilsnúðadeig heima hjá okkur og rúllaði þeim upp en bakaði þá svo í Vejle og svo komum við með okkar eigin mat af því að við höfðum keypt Hello Fresh (eins og Eldum rétt) svo ég fékk þokkalega að nota eldhúsið þeirra haha. Við gistum samt ekki heldur rúlluðum bara til baka eftir mat.
Ég var svo að vinna á föstudeginum og laugardeginum og það var svooo lítið að gera. Sérstaklega á laugardeginum vá! Það var án gríns alveg langur tími þar sem að það var ENGINN viðskiptarvinur þannig ég og Edda vorum bara að spila, svo fór ég að sækja pizzur bara og svo kom loksins einhver viðskiptavinur. Við áttum að vera 4 að vinna en enduðum á að vera 3 þetta kvöld og það hefði nánast verið nóg að vera 1 max 2 haha. Þetta var þegar það voru 25 gráður, sól og mikið um tónlistarhátíðir þannig það var bara enginn að koma inn í pílu.
Á sunnudeginum fórum við DMG til Viborg að skoða svæði þar í kring þar sem að voru einu sinni kastalar eða grunnar að kastölum a.m.k. Svæðið var sjúklega fallegt og mjög gaman að ganga þarna um.
Heyrðu já svo fórum við til Íslands! Ég var kominn hingað í mánuðinum og bara hmm hvað gerðum við meira haha. En 23.júlí þá keyrðum við til Vejle, skildum bílinn eftir og Bosko og Hafdís voru svo indæl að skutla okkur upp á flugvöll. Það var sjúklega pirrandi að fluginu okkar var seinkað um 2 tíma. Í lendingarferlinu leið mér svo fáranlega illa vá sko. Ég er vanalega mjög góð í flugum en ég var svo ógeðslega þreytt og bara orðin svöng en allar samlokurnar og pizzurnar voru búnar svo ég fékk bara muffins og pringles. Svo sofnaði ég í svona 40 mín og þegar ég vaknaði að þá leið mér svona frekar illa (enda er klukkan svona 3 á okkar tíma þarna). Svo var svo mikill hristingur í vélinni og allt í einu sortnaði mér fyrir augum og ég hélt það væri að fara líða yfir mig. Daníel var sofandi við hliðina á mér og ég enda á að vekja hann og biðja um ælupoka en það var hjá hvorugu okkar þannig hann endar á að fá frá konunni í næstu röð. Ég æli og eftir það líður mér betur, samt alls ekki vel haha. Þetta var eitthvað það óþægilegasta sem ég hef lent í, að vera föst af því vélin var í lendingarferlinu en ég er óendanlega þakklát að það var enginn við hliðina á Daníel! Svo þegar við mættum upp í Blöndubakka fengum við að hitta Dobbý, nýja hundinn hans Gumma, í fyrsta sinn og það er mjög langt ferli að fá hann til að verða vinur sinn en það er eitthvað sem ég á mjög erfitt með – að geta ekki haldið á honum og klappað honum að vild. En hann skal verða vinur minn!
Morguninn eftir fór ég með Söru heim til pabba til að rétt ná að kveðja hann áður en hann og Guðrún fóru til Tékklands. En við náðum smá tíma sama og borðuðum íslenskan bakarísmat sem er náttúrulega mikilvægast. Við Sara fórum svo í sund í Álftaneslauginni sem er líka mjög mikilvægt. Síðan fór ég með mömmu í Sportvörur þar sem ég keypti nýja hlaupaskó! Þar á eftir fór ég heim til ömmu og fékk flatkökur með hangikjöti. Daníel var í vinnunni á meðan ég var að brasa þetta allt. Um kvöldið borðuðum við í Blöndubakkanum þar sem ammahans og afi komu líka og borðuðu með okkur.
Daginn eftir fór ég með Söru upp í vallarhús til að hjálpa henni að þrífa það og ná smá samveru með henni áður en hún færi til Portúgal. Í hádeginu fór ég að borða með Hönnu Rakel og Siggu Ruth í mötuneytinu á spítalanum þar sem hádegishléið hennar Siggu var eini lausi tíminn okkar til að hittast. Ég verð að segja að maturinn þar kom alveg á óvart! Ég fór síðan í stuttan hlaupatúr til að testa nýju skóna og svo í sund með Hönnu Rakel. Þegar Daníel var búin að vinna keyrðum við út á Kjalarnes að kíkja á Daníel Loga og auðvitað foreldra hans líka. Það er ruglað þegar maður hittir börn með nokkuru mánaða millibili hvað þau stækka fáranleeega mikið. Þau voru svo indæl að bjóða okkur í mat og eftir dinner komum við við á Huppu! Seint um kvöldið fengum við svo afhenta lyklana að íbúðinni sem við eigum á Íslandi, en það var semsagt tilgangur ferðarinnar, að fá lyklana og þrífa þar sem við þurftum að finna nýja leigjendur. Mjög spes að koma inn í íbúðina aftur eftir 2 ár.
Daginn eftir fengum við aftur íslenskan bakarísmat! Og það var eins gott að við borðuðum vel af því að við tók mjög mikil vinna í íbúðinni. Við fórum ásamt Kjartani og Gumma og við vorum frá hádegi og langt fram á kvöld að þrífa, laga hluti og henda húsgögnum út. Um kvöldið var því opnuð vel verðskulduð rauðvínsflaska.
Á sunnudeginum fengum við aftur bakarísmat heheh og svo keyrðum við austur til að kíkja á ömmu hans og afa. Við stoppuðum ekki lengi enda nóg á dagskrá þessa ferðina en við náðum að horfa á hluta af EM úrslitaleiknum og svo horfðum við bara á vítaspyrnukeppnina í bílnum á leiðinni heim. Um kvöldið fórum við í mat heima hjá tengdamömmu og Binna. Og ómægaad ég sá einhvern sætasta hvolp sem ég hef séð fyrir utan hjá þeim, svona Bernese Mountain hund, ég var næstum búin að beila á að fara í ísbúðina með þeim til þess að vera með þessum hvolpi. Á mánudeginum kláruðum við síðustu hlutina í íbúðinni og við ætluðum upphaflega að fara heim á mánudeginum en svo var vélin bara full þannig við ákváðum að fara seinna. Það sem var svo pirrandi er að það var skipt um vél þannig við hefðum komist en þar sem við vorum búin að ákveða að fara seinna vorum við ekki búin að pakka eða neitt og því gekk það ekki. Við borðuðum því heima hjá mömmu og Sigga og ég fékk loksins fisk!
Við bundum vonir við að komast heim með flugi með Air Greenland þar sem að þau voru að fljúga til Billund en standbykerfið leyfði okkur ekki að kaupa miða þar eða það allavega virkaði ekki þannig við fórum ekki heim á þriðjudeginum. Við ákváðum þá bara í staðinn að heyra í gæjanum sem við vorum að fara að leigja íbúðina og afhentum honum lyklana að henni svo það væri bara búið. Við fórum svo á Botn í eina nótt með Kjartani og Gumma en mér finnst næstum möst að ná 1 nótt á Botni í hverri ferð. Við keyrðum svo í bæinn í hádeginu og svo skutlaði mamma okkur upp á flugvöll. Það var svona semi stress hvort við myndum ná að fá sæti, þangað til að það var aftur skipt um vél og við fengum neyðarútgangsröð fyrir okkur 2! Svo voru Bosko og Hafdís aftur svo næs að nenna að koma að sækja okkur og keyra okkur heim til sín þar sem bíllinn sem við vorum enn með í láni var og við keyrðum heim til okkar.
Síðasta dag júlímánaðar fórum við í göngutúr sem endaði niðri á höfn og við enduðum óvart á stað þar sem við fengum okkur forrétt fyrir mat og drykk. Virkilega notalegt og góð notkun á free will vil ég meina.
En já júlí var mjög skemmtilegur! Gaman að hafa náð að skjótast til Íslands og að hafa náð að hitta Hafdísi og Bosko nokkrum sinnum þennan mánuð.
Takk og bless
-María




































































































































































