Júní 2025
Daman - 22. July 2025
Jájájá ég er að skrifa um júní í dag þann 22.júlí, en ég er semi búin að vera fresta því að skrifa um júní því það var svo mikið skemmtilegt sem gerðist. Það munu líka fylgja fáranlegaaa margar myndir með! Og ég reyni að skrifa kannski bara um helstu atburðina og myndirnar segja frá rest.
Til að byrja með þá skilaði Daníel meistararitgerðinni sinni 3.júní!!! Við skáluðum að sjálfsögðu fyrir því þegar hann skilaði en til að fagna almennilega pöntuðum við borð á föstudeginum á stað sem heitir Nögen. Það er sem er öðruvísi við þann stað er að hann er ekki með fastan matseðil því þau eru að reyna að minnka matarsóun og því fer matseðillinn eftir því hvaða hráefni þau fá. En mikið af hráefnunum eru í góðu lagi en búðir og aðrir veitingastaðir taka ekki við þeim því þau looka kannski ekki fullkomin. En við vorum búin að dressa okkur upp og ætluðum að rölta niður í bæ, svona eins og við gerum bara alltaf, en eftir að hafa gengið í 5 mínútur lentum við í Grenjandi rigningu. Við reyndum að bíða hana af okkur undir tré en gáfumst upp á því þegar það byrjaði að rigna í gegnum laufblöðin. Við hoppuðum þá heim og skiptum um föt og ég hef sjaldan séð Daníel jafn pirraðan og þarna hahaha, hann blótaði öllum veðurfræðingum og veðurspám af því það var hvergi í spánni að það gæti rignt. Við tókum svo bara taxa niður í bæ og maturinn var virkilega góður og Daníel fékk sér vínpörun (og var orðinn happy) og ég kokteilalista með þessu en þetta voru 10 litlir réttir. Á heimleiðinni komum við við í einn drykk á Gedulgt og svo droppuðum við inn á Skor í einn leik. Þegar við gengum heim var sem betur fer hætt að rigna. Daníel fann sér minjagrip á leiðinni heim, veggklukku, en fólk setur oft hluti fyrir utan húsin sín til þess að gefa eða henda. Hann rölti því mjög sáttur heim með þessa klukku en ég sagði strax að hún fengi ekki að koma inn í íbúð og því fær hún að vera niðri í geymslu eins og staðan er núna.
Júní var mjög fyndinn veðurfarslega séð. Þegar ég var að labba í og úr dönskuskólanum sá ég fólk í bókstaflega öllum tegundum af fötum. Það var líka mjög erfitt að klæða sig á morgnana því ég legg af stað 7:30 og þá var oft smá chilly en svo þegar ég gekk heim um 12 var orðið heitt heitt. Svo var reyndar orðið bara frekar hlýtt allan daginn og þá varð þetta auðveldara. Þá var líka meiri sól og ég er komin með gott (slæmt) stuttbuxnatanfar og líka bóndabrúnku.
Um miðjan júní kom tengdapabbi í sirka sólarhringsheimsókn til þess að fara með okkur á Sting tónleika í Tivoli Friheden. Hann flaug til Köben og tók lestina til okkar og því fórum við niður að lestarstöð til að taka á móti honum. Það var samt ekki eins auðvelt og vanalega þar sem að það var hálfmaraþon í bænum (sem við Írena erum búnar að kaupa miða í fyrir næsta ár!). Við þurftum því að labba þvílíkar krókaleiðir en þetta tókst á endanum. Um kvöldið ákváðum við að borða heima þar sem Daníel gerði annan af geggjuðu kjúklingaréttunum sínum og ég gerði ostaköku í skálum sem heppnaðist mjög vel. Við tókum svo leigubíl að Tívolíinu og vorum vopnuð regnhlífum og regnjökkum en svo rigndi ekkert! Tónleikarnir sjálfir voru mjög skemmtilegir og Sting flottur en opnunaratriðið var eitthvað skrítið og passaði illa! Sophie Grey var ekki málið og maður fann bara vibeið í crowdinu að það voru allir bara wtf. Daginn eftir hittumst við í hádegismat á veitingastað niðri við ánna til að kveðja tengdapabba eftir þessa örstuttu en skemmtilegu heimsókn.
17.júní var tekinn með trompi þetta árið en Írena og Sofie buðu okkur og fleiri Íslendingum í pálínuboð í garðinum hjá sér. Það var virkilega næs og Sofie bjó til spurningakeppni um Ísland sem ég, Írena og Rannveig unnum takk fyrir pent. En þetta var þriðjudagur þannig þetta var bara mjög notalegt og við farin heim um 9. Alltaf gaman að segja frá því þegar við náum að fara heim frá þeim á skikkanlegum tíma.
Núna er að koma að langa, en líka skemmtilegasta partinum af júní.
24.júní fór ég með kanilsnúðadeig í poka heim til Írenu og lét það hefast á meðan við fórum út að hlaupa. Ég fékk svo að baka snúða hjá henni og heima græjaði ég svo ostakökur í skálum eins og ég gerði fyrir Sting tónleikana. Þetta eru nefnilega bæði eitthvað sem Daníel finnst mjög gott og þar sem þetta var fyrir kaffi honum til heiðurs að þá varð ég að sjálfsögðu að græja þetta.
25.júní var komið að lokaprófinu (vörninni á mastersritgerðinni) hjá Daníel. Hann var svo vel undirbúinn að það var meiri spenna fyrir því að hann myndi klára frekar en stress fyrir því hvernig þetta myndi ganga. Ég fór í dönskuskólann um morguninn þar sem að prófið hjá honum var ekki fyrr en eftir hádegi. Ég fékk bara að fara aðeins fyrr þar sem ég þurfti að fara og kaupa blóm og svo rölta með þau heim. Tengdamamma og Hafdís komu svo til mín og við fórum allar samferða upp í skóla að bíða eftir að DMG kæmi úr prófinu.
Hann kom fljótlega eftir að við mættum og beið með okkur í smá stund áður en hann var kallaður inn aftur til að fá að heyra einkunnina sína. Sem var að sjálfsögðu tólfa!!! Það er fáranlega impressive að fá 12 (sem er það hæsta á dönskum einkunnaskala), en það sem er meira impressive er að hann fékk 12 frá þessum kennurum! Það sem er svo enn meira impressive er að annar kennarinn (sem er sviðstýra mastersnámsins hans) vildi fá að tala við hann eftir prófið. Hún spurði hann hvort hann hefði áhuga á að taka part af niðurstöðum ritgerðarinnar, aðlaga hann og senda inn í ráðstefnurit! Sama hvort það sé svo samþykkt inn eða ekki þá er sjúklega vel gert að hafa fengið tækifærið.
Við fórum svo öll saman upp í íbúð þar sem við skáluðum og fengum okkur kaffi. Munið að ég var að preppa kanilsnúðana og ostakökurnar fyrri DMG.. Hann var í svo miklu spennufalli að hann gat eiginlega ekki borðað neitt af því hahaha. Ég reyndar upplifði svo líka spennufall seinna um daginn en þá fékk ég geðveikan hausverk. En auðvitað var spennustigið á heimilinu búið að vera sjúklega hátt í aðdragandanum að þessu, en samt án þess að við föttuðum það. Það var bara þegar spennan losnaði sem við vorum bara svona úfffff.
Um kvöldið röltum við niður í bæ og hittum tengdapabba og foreldra hans – Diddu ömmu og Danna afa en þau höfðu komið með lestinni frá Köben. Við sátum í drykk með þeim og svo aðeins seinna komu mamma og Siggi við á hótelinu og fengu sér drykk með okkur. Langur og góður dagur þar sem við náðum að hitta hluta af þeim sem komu til með að vera í veislunni á fös.
26.júní þá skiptum við Daníel liði. Ég fór niður í bæ með mömmu og Sigga en Daníel fór með pabba sínum, ömmu sinni og afa í Gamla bæinn. Við stoppuðum á stað niðri í bæ við ána í drykk og fórum svo aðeins að versla. Ég átti nefnilega eftir að finna eitthvað til þess að vera í í veislunni. Við röltum í nokkrar búðir og fórum svo á Salling rooftop í möns og auðvitað byrjaði að rigna, en við gáum setið í skjóli þannig þetta var bara næs. Svo er það fyndna að við vorum búin að fara í mjög margar búðir og ég búin að máta mjög marga kjóla áður en við fórum í Magasín, búðina sem við ætluðum að byrja í en hættum við, og auðvitað endaði ég á að finna kjólinn þar. Um kvöldið fórum ég og Daníel með pabba hans, ömmu hans og afa og svo Kjartani en hann kom rétt fyrir kvöldmat út að borða á Kød. Þar fékk ég að heyra að þau voru öll svo ánægð með daginn sinn, fannst Gamli bærinn ótrúlega flottur og heillandi. Maturinn var svo mjög góður en Kød er solid steikarstaður ef einhverjum vantar hugmyndir í Aarhus.
27.júní var stóri dagurinn en þá var Daníel að útskrifast. Það fyndna er samt að fyrir Dönum er þessi dagur bara upp á punt en stóri dagurinn er dagurinn þegar maður klárar lokaprófið (vörnina). Við erum samt ekki Danir og finnst því útkskriftardagurinn merkilegastur haha. Ég og tengdapabbi komum með honum í athöfnina, ef athöfn má kalla. Þetta var í fyrirlestrasal og það voru 3 ræður og svo myndataka af hverjum útkskriftarhóp fyrir sig. Það var ekki eins og á Íslandi þar sem nöfn eru lesin og það fékk heldur enginn skírteinið sitt þarna heldur fengu það allir bara sent rafrænt. Að þessu loknu voru smá drykkir og veitingar í boði en við stoppuðum nú ekki lengi heldur fórum fljótlega heim enda langt kvöld framundan. Daníel skipti svo um föt og fór með pabba sínum, ömmu og afa á Aros safnið. Á meðan var ég heima að græja mig og preppa fyrir kvöldið. Dmg kom svo heim, skipti aftur um föt og við tókum taxa niður í bæ. Þetta var lengsta leigubílaferð allra tíma. Daníel spurði meira segja gæjann áður en við lögðum af stað bara „þú veist af öllum lokununum í bænum er það ekki?“ og gæinn bara jújújú. Hann vissi ekki af þeim. Við keyrðum ég veit ekki hversu margar götur þar til hann kom okkur loksins á réttan stað en í stað þess að vera í svona 7 mín í bíl vorum við í meira en 20! Sem betur fer vorum við búin að borga fyrirfram og vorum ekkert sein þannig lagað svo þetta var í lagi.
Við hittumst á hótelbar í fordrykki þannig að það væru allir komnir á sama stað og svona áður en við færum að borða. Síðan röltu sumir og aðrir tóku leigubíl á veitingastaðinn 7-9-13 en hann er kominn á nýjan stað. Hann er kominn á 19. hæð í mjög töff húsi með geðveiku útsýni. Þar vorum við í 10 rétta veislu og með ótakmarkað vín þannig það var borðað og drukkið já svo sannarlega drukkið. En þetta var sjúúúklega gaman og virklega gott allt saman!! Við Daníel vorum búin að raða í sæti og svo skiptum við reglulega um sæti svo við næðum að tala við alla. Tíminn leið alltof hratt og allt í einu vorum við búin að vera þarna í 3 og hálfan tíma (áttum bara að vera í 3) og þá var sagt stopp á okkur svo við fórum að fara fara á Skor. Þar áttum við pantaða 3 bása og samstarfsfélagar mínir voru mjög næs við okkur þrátt fyrir að við vorum full og örugglega mjög pirrandi. Við fengum allavega lengri tíma en við áttum að fá og ég fékk svo líka að bóka Karaoke herbergið. Það voru samt einhverjir farnir heim áður en það kom að því enda var það ekki fyrr en klukkan 1 um nóttina. Það var samt svo gaman og var bara góður endir á ruuugl skemmtilegu kvöldi. Ég vil bara innilega þakka öllum fyrir þetta kvöld (og þessa helgi) og ég veit að Daníel kemur því ekki í orð hversu þakklátur hann er fyrir alla! Að svona margir hafi gert sér ferð og fagnað þessu með honum og okkur er ómetanlegt og ógleymanlegt. Ég veit ekki hvað ég get skrifað meira um þennan dag annað en það að myndirnar verða að fá að tala sínu máli.
28.júní var smá þynnkudagur viðurkenni ég. Ég held samt að aðalástæðan hafi verið að ég labbaði ekki heim heldur tókum við taxa! Mér líður aldrei verr eftir djamm eins og ef við tökum leigubíl. En ég náði að jafna mig á endanum og þá komu mamma og Siggi og náðu í mig og Söru. Hún gisti á sófanum hjá okkur af því að hún var í húsi með pabba, Guðrúnu og ömmu í Ebeltoft og vildi geta verið aðeins lengur um kvöldið. Daníel fór með Kjartani, pabba sínum, ömmu sinni og afa í Botanisk have og svo í háskólagarðinn til að sýna þeim svæðið. Við Sara mamma og Siggi fórum að sjálfsögðu í Bilka og svo niður í bæ. Um kvöldið fórum við Daníel með tengdamömmu, Hafdísi, Bosko og Kjartani út á borða á indverska staðinn okkar upphálds. Þar er matur sem bara klikkar aldrei. Eftir mat röltum við og fórum á hótelbar í drykk og við kvöddum tengdamömmu sem var að keyra snemma daginn eftir til Köben til að fara til Rómar og Hafdísi og Bosko sem voru að fara heim til Vejle.
29.júní komu Kjartan, pabbi hans, amma hans og afi að kveðja okkur þar sem þau voru að fara að keyra til Köben. Ótrúlegt en satt þá komust 6 manneskjur inn í íbúðina okkar á sama tíma. Eftir hádegi fórum við með mömmu og Sigga á smábátahöfnina þar sem við fengum okkur nachos og ís! Við drógum síðan grey karlmennina aðeins með okkur í mollið. Um kvöldið fórum við svo á Kød aftur haha þar sem að steikarstaðurinn sem að við fórum á síðast þegar þau voru hérna var lokaður. Við kunnum að meta að þau leyfðu okkur að crasha brúðkaupsafmælisdinnerinn sinn. Þetta kvöld voru Guns and roses tónleikarnir í Aarhus og voru Sara, pabbi og Siggi bróðir pabba á þeim. Guðrún kom og náði í mig og svo sóttum við þau á tónleikana. Ég var því komin til Ebeltoft með þeim eftir miðnætti en Daníel tók eina nótt í viðbót í Aarhus.
30.júní fór ég í Djurs sommerland með Söru, pabba, Guðrúnu, ömmu, Sigga, Ástu og krökkunum. Það var fáranlega gaman en ég fann samt að með aldrinum finnst mér nóg að fara 1x í tækin og fá mér svo bara að borða. Eftir að ég fékk mér að borða gat ég ekki huuugsað mér að fara aftur í tæki, ekki nema ég hefði farið svona 3 tímum seinna. Við fórum aðeins á undan Sigga, Ástu og kids úr garðinum, skutluðum ömmu, Söru og Guðrúnu upp í hús og fórum til Aarhus að sækja Daníel og dótið okkar. Enduðum svo kvöldið með pantaðri pizzu.
1.júlí þá byrjaði Daníel í 100% vinnu og því fór ég bara út að hlaupa fyrri part dagsins og chillaði á meðan hann kláraði að vinna. Þá fór hann með mér og Söru á ströndina en ég ætlaði í sjóinn þar til ég sá allar marglytturnar. Við sátum því bara aðeins í sandinum og röltum svo heim í tortillas.
2.júlí var svo síðasti dagurinn af þessum algjörlega frábæru heimsóknardögum en daginn eftir voru þau öll að fljúga til Íslands þannig okkur var skutlað heim þennan dag. Áður en við fórum til Aarhus samt fórum við aðeins inn í Ebeltoft miðbæinn sem er svo cute. Fengum okkur Foccacia og Daníel komst í brjóstsykursbúð. Þegar við komum heim beið okkar heljarinnar tiltekt enda búið að vera gestagangur, Daníel búinn að fá gjafir og svo vorum við með fullt af drasli með okkur í Ebeltoft. En það var samt líka auðvitað að fara aftur í smá rútínu en líka þokkaleg tómleikatilfinning þegar allir voru farnir og sérstaklega fyrir Daníel að vera líka allt í einu bara búinn með námið.
Júní var æðiiiislegur. Stórt hrós á alla sem nenntu að lesa alla leiðina hingað! Ég tel ykkur svo líka góð ef þið skoðið allar myndirnar líka haha.
En bara aftur takk, svo virkilega mikið innilega takk.
Júlí og ágúst stefna samt líka í að verða amazing þannig þetta sumar í heild sinni er bara geðveikt næs!
Takk og bless
-María

























































































































































































































































































