Júní - mamma & Siggi
Daman - 3. September 2024
Jæja nú er ég að skrifa um júní í september þ.e. skrifa 3 mánuði aftur í tímann – what else is new...
En í júní kom ég til baka eftir að hafa verið á Íslandi í útskriftinni hennar Söru og á reunioninu en Daníel fór aftur til Dk í lok maí. Þegar ég kom var fáranlega næs veður 24 gráður og sól þannig það var mjög næs að koma í alvöru sumar. Aftur á móti kólnaði svo aftur en þá erum við samt að tala um 14-16 gráður.
Við Daníel fórum á Aros safnið enda er auðvelt fyrir okkur að fara núna þar sem við eigum árskort.
Svo kom fyrsta heimsókn sumarsins en mamma og Siggi komu í heimsókn 13- 17.júní. Ég fór niður í bæ með þeim þar sem Daníel var að læra því prófatímabilið hjá honum var allan júní eða síðasta prófið hans var 27. Júní. Að sjálfsögðu fórum við upp á Salling rooftop því það er ekki heimsókn nema farið sé þangað. Veðrið hefði alveg mátt vera betra þessa vikuna en maður má að sjálfsögðu ekki kvarta of mikið, sérstaklega þegar maður er að kvarta yfir 16 gráðum og skýjum (og þegar ég sá veðrið í Vestmannaeyjum á pæjumótinu sem ég hef verið að þjálfa á síðustu ár).
Við rúlluðum svo til Odense og ég fékk að sjá hvar mamma, pabbi, amma og bróðir pabba bjuggu áður en ég fæddist. Það var mjög krúttlegt að labba um bæinn þar en ég hafði aldrei komið þangað áður.
Eitt kvöldið fórum við á veitingastað sem heitir MöR og hann var fáranlega góður! Mælum með ef fólk vill steik í Árósum.
Annars vorum við mikið að rölta um og skoða borgina, borða, fara niður á höfn og svo að sjálfsögðu að horfa á fótbolta þar sem EM var í gangi og Danmörk að keppa Við mamma keyptum okkur einmitt eins Danmerkur merkta boli og Daníel og Siggi fengu eins boli, vorum mjög flott á hótelinu að horfa.
Kvöldið áður höfðu þau smakkað indverska staðinn Royal Indian og fannst hann svo góður að við pöntuðum take away heim og þetta er fáranlega góður matur! Við kíktum svo líka í Botaniskagarðinn/fiðrildagarðinn.
Það má svo ekki gleyma Bilkaferðunum en ég er nokkuð viss um að mamma sé alltaf spenntari fyrir því að komast í Bilka heldur en að hitta okkur... Djók, samt ekki. En þessi heimsókn var svo næs, alltaf jafn gaman að fá heimsóknir og bara að njóta þess að vera saman og chilla. Við þökkum kærlega fyrir okkur <3
Eftir að mamma og Siggi fóru var ég frekar mikið ein þar sem að Daníel var á fullu í prófum og Írena á Íslandi og þá fyrst fékk ég svona jæja okei ég þarf að finna mér eitthvað að gera hérna og kynnast fleira fólki.
Ég fór til tannlæknis, fékk tíma með sko 2 daga fyrirvara samt var þetta alls ekki eitthvað akút það var bara laus tími. Hann skoðaði, tók 2 myndir, pússaði niður plast á 1 tönn sem var brotið og ég borgaði samt bara 10.750 íslenskar krónur!!
Við gerðum okkur svo ferð til Kolding með lest þar sem að frændfólk Daníels býr þar. Við fengum bröns og skoðunarferð um hverfið. Þetta var fáranlega næs og við hefðum viljað vera lengur en við vorum búin að kaupa lestarmiða svo þetta var bara stutt heimsókn að þessu sinni.
Í lok júní vorum við svo bara að plana og pakka þar sem við vorum að fara til Spánar 2.júlí- 9.júlí og svo beint til Íslands 10.júlí. En meira um það í næsta pistili.
Ég var mikið að hlaupa og náði ágústmarkmiðunum mínum sem er eins gott þar sem að þegar kom að ágúst gat ég ekki hlaupið rassgat því ég var dottin úr öllu formi.
Daníel kláraði, eins og kom fram áðan, prófin sín 27.júní með glæsibrag en hann endaði meðA, A, B og Staðið. Sem er náttúrulega fáranlegaaaa vel gert. Very proud.
Annars bara takk og bless
-María