Maí 2025
Daman - 7. June 2025
Maí var mjög næs.
Hafdís og Bosko eru flutt í Vinding sem er hluti af Vejle kommune og er í svona klukkutíma akstursfjarlægð frá okkur!! Þau komu í mat til okkar í byrjun maí þar sem að þau voru með bílaleigubíl svo þau gátu rúllað til okkar. Þau komu svo aftur aðeins seinna í maí til okkar aftur í mat þar sem að þau voru svo indæl að leyfa hrærivélinni minni að fljóta með á brettunum sem þau fluttu út með sér! Núna er ég bara extra spennt að flytja í nýtt húsnæði þar sem er pláss fyrir hana en eins og er á hún bara pláss á stofugólfinu. Við erum samt ekki búin að finna neina íbúð, erum bara svona að skoða í kringum okkur en við þurfum samt að fara að skoða þetta þar sem að tíminn líður skuggalega hratt.
Svo var alvöru ferðahelgi hjá okkur. Við fórum á föstudagshádegi og náðum í bílaleigubíl, droppuðum við heima til að pakka dótinu okkar og svo rúlluðum við af stað. Fyrst á dagskrá var Kaupmannahöfn þar sem við vorum loksins að fara á The Lumineers tónleika. Við áttum ss miða á þá í Belgíu fyrir 3 árum en lentum akkúrat í covid veseni þannig að við komumst ekki á þá þannig við vorum extra spennt. Ferðin gekk mjög vel og við vorum mætt upp á hótel upp úr 16 og þá fór ég beint að græja mig þar sem ég hafði pantað borð á hótelinu 17:30. Við fengum mjög fínan mat en ég gerði þau mistök að fá mér Somersby og eins og flestir vita meika ég mjög illa kolsýru og ég var alveg ómöguleg eftir hann. Sem betur fer áttum við borð svona snemma þannig við gátum farið upp á herbergi og ég jafnað mig. Svo vorum við klók og pöntuðum hótel sem er í 2 mín göngufjarlægð frá Royal Arena þar sem tónleikarnir voru þannig við gátum farið yfir með mjög stuttum fyrirvara. Við mættum inn í höllina þegar var svona 20 mín í að þeir byrjuðu þannig við gátum keypt okkur drykki og við keyptum okkur merch en við ætlum ekkert að ræða hvað það kostaði… En tónleikarnir voru mjög flottir, tóku skemmtileg lög bæði af nýjustu plötunni en líka af eldri plötum þannig það var góð blanda. Eina sem mér fannst að hefði getað verið aðeins betra var crowdið. Við vorum í mjög góðum sætum og kannski var meiri stemning á standandi svæðinu, en mér fannst fólk einhvern veginn ekki nógu peppað haha. Kannski er það af því að mín reynsla af tónleikum hefur hingað til verið aðallega rokktónleikar og það er kannski aðeins öðruvísi crowd en hjá Folk bandi. En yfir heildina litið var þetta bara sjúklega vel heppnað og bara geggjaðir tónleikar og fáranlega næs að rölta svo bara yfir á hótel.
Á laugardeginum var check out klukkan 12 sem var fáranlega næs! Þá keyrðum við yfir í Fields til að kaupa kaffi og morgunmat af því framundan var 2 tíma keyrsla á næsta áfangastað. Við vorum að fara að gista á krá/hóteli sem heitir Hotel Kryb I Ly Kro og er staðsett nálægt Kolding og Fredericia. Við vorum að nýta gjafabréf sem líkist smá óskasrín sem Daníel fékk í afmælisgjöf 2023. Inni í því var gisting og einn aðalréttur á kránni. Við fengum geðveikt næs kjúkling með sósu og svo fáranlega mörgum kartöflum. Þetta var mjög kósý en kannski það eina að herbergið minnti svolítið á svona heimavist sem er hótel á sumrin. En við höfðum það mjög notalegt.
Á sunnudeginum keyrðum við til Vinding að heimsækja Hafdísi og Bosko í fína húsið sem þau eru að leigja þar. Við komum og fengum góðar móttökur af kaffi og kaffitímamönsi. Síðan vorum við aðeins að skála og njóta úti í sólinni og jafnvel aðeins of lengi þar sem að Daníel og Bosko brunnu báðir. Við horfðum síðan á handboltalandsleik og borðuðum djúsí borgara. Fengum svo jarðarberjaköku í eftirrétt og spiluðum. Virkilega næs kvöld og svo vorum við fyrstu gestirnir til að gista í gestaherberginu. Við borðuðum saman morgunmat og svo rúlluðum við aftur til Aarhus þar sem við þurftum að skila bílnum aftur klukkan 11. Það var svo alveg tíbískt að án gríns ca klukkutíma eftir að við fórum að þá kom brettið sem var með hrærivélinni minni! Þannig það er ástæðan af hverju þau komu svo aftur í mat til okkar eins og ég skrifaði í byrjun.
Næsta fun var Eurovison heima hjá Írenu og Sofie en ein vinkona þeirra frá Litháen var líka með okkur. Það sem var skemmtilegt var að öll löndin okkar komust áfram og voru með í aðalkeppninni. Þetta var mjög gaman þar til kom að stigagjöfinni enda fékk Ísland 0 stig frá dómnefndinni og það var ekkert mjög peppandi. Sérstaklega af því þær voru búnar að útbúa drykkjuleik þar sem maður átti að drekka ef landið manns fékk stig, þannig við Íslendingarnir urðum semi bara edrú í stigagjöfinni… En samt yfir heildina litið var þetta bara mjög fínt og næs kvöld, ekkert brjálað djamm á okkur eins og á til að gerast heldur vorum við bara farin heim fyrir 2 minnir mig! Gaman að prófa það til tilbreytingar.
Ómægad já svo var eitt sem ég lenti í í vinnunni eitt kvöldið! Á Skor er ss karaoke herbergi og það sést ekki inn (nema frá ákveðnum sjónarhornum) og er alveg hljóðeinangrað. Maður slekkur oft á sjónvarpinu utan frá en ég gat ekki séð á sjónvarpið frá áðurnefndu sjónarhorni þar sem að það var búið að draga gardínurnar fyrir sem er bara gott og blessað. Nema vegna þess þá verð ég bara að opna inn til að slökkva á sjónvarpinu og reka alla út. Það er almennt ekkert mál nema í þetta sinn af því að það voru 2 stelpur NAKTAR að syngja og hoppa. Við erum að tala um Allsberar, engin nærföt ekkert! Og ég er í það miklu sjokki að ég stend þarna með hurðina opna í svona 5 sek. Svo kemur 1 fullklædd stelpa og segir hlægjandi bara “it’s a naked party” og ég segi bara þið hafið Eina mínútu til að klæða ykkur. Svo stóð ég fyrir utan bara hvað var að geeeerast, opnaði svo aftur rúmri mínútu seinna og þá voru allar fullklæddar og þeim var svo aaalveg sama að ég hefði opnað þarna inn. Þetta var eitthvað sem ég bjóst eeeeekki við þegar ég mætti í vinnuna þennan daginn.
Annars var maí bara Daníel að vera duglegur eins og vanalega við að skrifa og leggja lokahönd á mastersritgerðina sína og auðvitað að vinna líka. Ég var í dk skólanum, vinna og hlaupa.
Maí var nææs en við erum mjög spennt fyrir júní!!
Takk og bless
































































































