Okt+nóv 2025
Daman - 8. January 2026
Hef oft verið sein að skrifa færslur en ég held að það sé next level að ég er að skrifa um október og nóvember í janúar. Ég mun því líklega bara stikla á stóru og mögulega bara skrifa í stikkorðum eða stuttum setningum. Samt þekkjandi sjálfa mig verður þetta örugglega óþarflega ítarlegt.
Október:
Ennþá næs veður amk á þessum tímapunkti. Skorstaffið var með fyrsta (og eina so far) hlaupið í nýja hlaupahópnum. Rosa mörg laufblöð allsstaðar. Byrjuðum að pakka, samt mjög rólega því það var erfitt að búa í 30 fermetrum og vera með flutningskassa ofan á það.
Mest frásögufærandi er kannski að ég fór í auðveldasta atvinnuviðtal lífs míns. Sótti um sem afleysingarkennari hjá leikskólanum Aarhus international school. Fékk viðtal stuttu seinna. Var spurð held ég 2 spurningar en svo fór restin af viðtalinu basically í að sannfæra mig um að koma að vinna þarna. Svo var hringt í mig stuttu seinna og ég vann fyrsta vinnudaginn minn. Mjög gaman að vinna þarna og auðvitað þægilegt að allt er á ensku. Á tímabilinu okt-des var ég laus til að vinna 33 daga og af þeim var hringt í mig/spurt um að vinna 27 daga þannig þetta gengur vel so far. Svo er bara að vonast til að það komi upp staða sem ég geti sótt um til að fá fastráðningu, það væri very nice.
Ég skellti mér svo til Kaupmannahafnar með lestinni en við Sigga Ruth og Kristín Ósk vorum að fara gista hjá Hönnu Rakel (erum allar frænkur btw). Það var virkilega gaman – góður félagsskapur, góður matur, góðir drykkir, góðir tímar. Svo var líka gaman að Elísabet var að halda upp á afmælið sitt þessa helgina á bar og því gátum við kíkt við og gefið henni afmælisknús, mjög gaman.
Nóvember:
Við fengum svo nýju íbúðina afhenda 30 okt! En við fluttum inn í hana 31.október og 1.nóvember. Við fengum góða hjálp frá tengdapabba og Kjartani en þeir flugu til Árósa yfir helgina. Hafdís og Bosko voru líka svo indæl að koma að aðstoða við flutningana. Þau öll saman gistu á hóteli 1-2. Nóv og því gátum við öll borðað saman um kvöldið og átt svo skemmtilegan dag daginn eftir.
Ég á svo að sjálfsöðgu afmæli 9.nóv. Það var sunnudagur svo ég vaknaði og þá var Daníel búinn að gera mjög kósý og afmælislegt frammi. Í kaffinu bauð ég svo Hafdísi, Bosko, Írenu og Sofie í afmæliskaffi. En ég vildi ekki halda neitt djamm þessa helgi þar sem ég var að fara í skriflega lokaprófið í dönsku 11.nóv. Við enduðum því kvöldið með mexíkósku take away, í raun bara hinn fullkomni sunnudagsafmælisdagur.
Við áttum svo góðan dag næstu helgi með Írenu og Sofie þar sem það var eiginlega sameiginlegur afmælisdagur hjá okkur Daníel. Fyrripart dagsins fórum við á brætspilscafé en það var afmælisgjöfin hans Daníels frá stelpunum. Um kvöldið fórum við svo heim til okkar þar sem ég bauð upp á pizzur og Daníel kokteila. Alltaf fun.
Fyrri hluti nóvember fór í að koma öllu fyrir í nýju íbúðinni og svo líka í að þrífa gömlu íbúðina og koma henni í stand.
Fyrstu 2 vikur nóvember voru eiginlega bara pain þar sem að við vorum bæði að vinna alla virka daga. Reyna á kvöldin að þrífa gömlu íbúðina og ég svona semi að reyna læra líka.
En eftir að við skiluðum af okkur gömlu íbúðinni um miðjan mánuðinn og ég kláraði dönskuprófið (fékk 10 í bæði skriflega og lesnaprófinu, 12 er hæst) þá varð lífið aðeins chillaðara og við gátum notið nýju íbúðarinnar. Samt ekki mjög lengi því við fórum til Kolding að passa Bangsa 19-25.nóv.
Það er alltaf jafn gaman að passa Bangsa. Hafdís og Bosko komu svo í kaffi og um kvöldið hjálpuðumst við að við að skreyta piparkökuhús fyrir vinnuna hjá Bosko.
Það sem er svo frásögufærandi varðandi lok nóvember er að Daníel vann síðasta daginn sinn hjá Icelandair!! Hann ss. sagði upp í október og samkvæmt dönskum samningum þá þurfti hann bara að vinna eins mánaðar uppsagnarfrest sem var mjög næs þar sem hann gat þá sagt við nýju vinnuna að hann gæti hafið störf 1.desember. Meira verður skrifað í desemberfærslunni.
Vil meina að mér hafi tekist að fara mjög hratt fyrir 2 mánuði, sérstaklega þar sem að nóvember var mjög busy. Klappa sjálfri mér á bakið.
Takk og bless
-María



































































































































































