September 2025

Daman - 15. October 2025

September 2025, ég mundi nánast bara mjög takmarkað hvað gerðist í honum. Þar til ég kíkti á myndirnar og var bara jaaaá allt þetta var í sept haha. Held þetta sé semi rannsóknarefni hvað ég er fljót að gleyma.

Fyrsta frásögufærandi í sept var að við gerðum okkur glaðan dag, eða öllu heldur glatt kvöld þar sem við hittumst ekki fyrr en um kvöldmatarleyti. Við Dmg röltum niður í bæ og komum við á Capo í eitt vínglas áður en við hittum Írenu og Sofie á Pincho Nation í mat og drykk. Fæ alltaf sömu niðurstöðu af þeim stað, hann er skemmtilegur – sérstaklega í svona hópi en maturinn er alltaf bara mjög fínn. Þannig fyrir stemningu og hentugleika mæli ég með en ef manni langar í einhvern sjúkaaan mat þá ætti maður helst að velja annan stað. Það var Aarhus Festuge þessa vikuna og því mikið líf og fjör í bænum. Ég sá á instagram að Force Majeure, uppáhalds bar Dmg, var með svona popupbar í einhverju porti með öðrum börum. Við kíktum þangað og stemningin var eitthvað annað fyndin. Við höldum að svona 97% af þeim sem voru þarna voru á einhverju öðru en áfengi miðað við hvernig þau dönsuðu. Einn gæi sem vann á pop up vínbar leit út án gríns eins og uppvakningur í svona stórum jakkafötum með risa bauga, fölur og svo dansaði hann mjög furðulega. Við fórum að Force Majeure popupinu og keyptum skot sem var ekki beint skot heldur svona shooter og það var ekkert eðlilega gott. Fyndna var að barþjónninn var svo vel í því að hann bauð okkur að fá umhverfisvænuleiðina – sem var að hella beint upp í okkur. Við kusum að fá lítil glös. Eftir þetta fórum við í írskatjaldið við höfnina þar sem var live tónlist og stuð. Það var samt aðeins of mikið stuð á sumum af því að þegar ég kom af klósettinu var maður sem féll í jörðina sko beint við hliðina á borðinu okkar. Þá var einhver sem byrjaði hjartahnoð og annar sem hljóp að sækja hjálp. Þegar öryggisvörður kom þá var maðurinn að ranka við sér og gat gengið út með honum. Þetta var eitthvað annað óþægilegt ogvið vonum að það sé í lagi með manninn. En þar sem hann gekk út hélt stuðið áfram þar til tjaldið lokaði og þá enduðum við í drykk á Gedulgt. Daníel gladdi svo Írenu mikið með því að gefa henni baðkars”glas” eins og staðurinn notar undir einn þekktasta kokteilinn sinn. Mjög gaman en líka mjög spes kvöld hahah.

Vá já við Írena fórum út að hlaupa einn daginn í einhverri mestu rigningu sem ég hef upplifað í lífi mínu. Eða okei við fórum út í geggjuðu veðri en eftir 7 km byrjaði að heeeeelli rigna. Á tímabili var eins og rigningin væri að ráðast á okkur. Þetta var samt svo gaman, þrátt fyrir að við vorum líka að hlaupa upp brekku. Okkur var nefnilega ekki kalt á sama tíma þannig þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það var samt ekki jafn skemmtileg upplifun að þurfa að fara inn í sturtu í öllum fötunum og skónum því það var allt svo blautt. Svo 5 mín eftir að ég kom inn heyrði ég í hæstu þrumu sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Þetta var alveg þannig að þjófavarnir í bílum fóru í gang og ég var alveg eftir mig haha, þannig ég þakkaði guði fyrir að hafa ekki verið úti þegar hún kom því ég hefði líklega farið að grenja haha.

Já alveg rétt við tókum nokkura tíma roadtrip til Köben. Daníel fékk svo fallegt málverk frá pabba sínum í útskriftargjöf og það var sent til Köben þannig við völdum að sækja það þangað í stað þess að borga eitthvað fáranlegt verð til að fá það hingað. Daníel byrjaði daginn áður að taka lest til Kolding á meðan ég var að vinna til þess að fá bílinn lánaðan frá Gumma og Hildi (eigendum Bangsa). Daginn eftir lögðum við af stað til Köben en svo vorum við frekar stressuð um að verkið myndi ekki passa inn í bílinn þannig við keyrðum til Fredericia þar sem Bosko vinnur og fengum að skipta á bíl við hann. Þaðan keyrðum við til Köben, náðum í verkið og svo bara beint heim aftur. Daníel fór svo bara daginn eftir á meðan ég var að vinna og skipti á bílum aftur þannig hann var þá kominn aftur á hinn bílinn. Við fórum svo saman einhverju seinna til Kolding að skila bílnum, borðuðum með þeim og svo tókum við lestina heim. Þannig já þetta var smá bras en málverkið er komið upp á vegg!

Daníel okkar allrabesti maður átti svo afmæli 18.sept. Daginn áður fékk ég ofninn hjá Írenu og Sofie lánaðan og bakað fyrir hann kanilsnúða og sjónvarpsköku. Gott fólk ég vona að þetta hafi verið í síðasta sinn sem ég þurfti að ganga með deig þar sem að þegar þetta er skrifað eru 15 dagar í að við fáum íbúðina afhenda.
Ég skreytti svo bara stofuna og vakti kallinn með gjöfum. Í hádeginu borðuðum við svo bröns saman en þar sem þetta var frekar mikið var mjög mikill afgangur. Við áttum svo bara rólegheitardag þar sem hann var að vinna og mikið að svara í símann afmælisóskum. Við pöntuðum svo eitthvað besta sushi sem ég hef smakkað (Samitos sushi og sushito)! Og opnuðum eina hvíta með. Ég veit ekki betur en að okkar maður hafi verið vel sáttur með daginn.

Við fögnuðum samt almennilega daginn eftir en þá fórum við með Hafdísi og Bosko á Keyser Social. Þau tóku lestina frá Vejle og hittu okkur bara á staðnum. Við fengum okkur 10 rétta matseðilinn og holy shit hvað þetta var gott. Meira að segja Hafdís sem er svona frekar kassótt þegar kemur að mat fannst þetta viiirkilega gott. Ef fólk hefur áhuga á svona Asian fusion og social dining getum við 10/10 mælt með Keyser social. Við Hafdís fengum okkur líka saman kokteilapairing og þeir voru amazing og vínpörunin var það víst líka. Eina sem mér fannst ekki vera spes þarna voru eftirréttirnir. Eftir matinn röltum við á Force Majeure og sátum úti þar sem veðrið var mjög næs og ekki pláss inni. Síðan sýndum við þeim hvar nýja íbúðin okkar er staðsett og svo var klukkan allt í einu orðin svo margt að það var mjög stutt í lestina þeirra. Ég hélt því fram (og held því enn fram) að við myndum ná að labba hratt og ná á lestarstöðina en Dmg hélt nú ekki og við náðum taxa sem skutlaði okkur upp eftir. Það var nú líklega góð ákvörðun þar sem að þau allavega náðu lestinni með fínum tíma. Ef við hefðum labbað hefðum við líklega þurft að hlaupa. Á leiðinni heim komum við aðeins við á Skor en fórum svo bara heim.

Hanna Rakel kom í heimsókn til okkar í 2 nætur frá mið-fös. Ég “náði” í hana á rútustöðina eftir skóla hjá mér og við tókum letbahninn heim. Við fórum svo í storcenterið að kaupa í matinn og við þurftum að tala á ca tvöföldum hraða allan tímann á meðan hún var hérna til að ná að covera allt enda langt síðan við hittumst. Við borðuðum svo pasta bara heima og kíktum svo niður í bæ á Skor. Síðan var að sjálfsögðu búið um hana á sófanum og því stækkar alltaf hópurinn sem hefur fengið þann heiður að gista þar. Á fimmtudeginum tókum við mjög slow morning þar sem við borðuðum og horfðum á 2 þætti áður en við fórum út að hlaupa í sjúklega næs veðri. Við græjuðum okkur svo og gengum niður í bæ til að kíkja í búðir. Enduðum svo eins og maður gerði þegar maður var yngri með frappó á starbucks. Um kvöldið fórum við öll saman heim til Írenu og Sofie þar sem við gerðum pizzur og áttum notalegt kvöld. Fun fact að Írena og Hanna voru saman í bekk/árgangi í Álftanesskóla. Á föstudeginum fór Hanna frekar snemma og því ekki mikið hægt að gera annað en að fara samferða henni niður á rútustöð. Tíminn leið eitthvað annað hratt en það er í lagi því ég fer í heimsókn til hennar núna í lok okt. En já hún ss býr í Köben út nóvember þar sem að hún er í starfsnámi, kannski fínt að það fylgi sögunni.

September var því mjög fun en á milli þessara fun hluta var bara vinna hjá okkur og almennt líf eins og hlaup og svona.

Eins og áður kom fram eru rétt rúmar 2 vikur í afhendingu á íbúðinni og við ættum rosa mikið að vera byrjuð að pakka en það er ekki staðan… Það er bara mjög erfitt að reyna að pakka þegar maður býr í svona litlu rými. En ætli við þurfum nú samt ekki að fara að gera eitthvað í þessu svo það lendi ekki allt á seinustu stundu. Ekki halda samt að við séum ekki spennt því það erum við svo sannarlega.

Takk og bless

-María

image-september-2025
image-0image-1image-2image-3image-4image-5image-6image-7image-8image-9image-10image-11image-12image-13image-14image-15image-16image-17image-18image-19image-20image-21image-22image-23image-24image-25image-26image-27image-28image-29image-30image-31image-32image-33image-34image-35image-36image-37image-38image-39image-40image-41image-42image-43image-44image-45image-46image-47image-48image-49image-50image-51image-52image-53image-54image-55image-56image-57image-58image-59image-60image-61image-62image-63image-64image-65image-66image-67image-68image-69image-70image-71image-72image-73image-74image-75image-76image-77image-78image-79image-80image-81image-82image-83image-84image-85image-86image-87image-88image-89image-90image-91image-92image-93image-94image-95image-96image-97image-98image-99image-100image-101image-102image-103image-104image-105image-106image-107image-108image-109image-110image-111image-112image-113image-114image-115